top of page

Sævar Þór Sævarsson sálfræðingur, Cand. psych. hefur störf á Sálfræðisetrinu

  • Ása Jóhanns
  • Jan 6, 2016
  • 1 min read

Við bjóðum Sævar Þór Sævarsson sálfræðing, Cand. psych. velkominn til starfa á Sálfræðisetrinu. Sævar Þór sér um greiningu og meðferð sálrænna vandamála ungmenna og fullorðinna, svo sem þunglyndis, kvíða, fælni, lágu sjálfsmati, áföllum og samskiptavanda.

Hann leggur áherslu á Hugræna atferlismeðferð en notar einnig EMDR þegar við á. Samhliða störfum sínum á Sálfræðisetrinu starfar Sævar í ADHD teymi Landspítalans.

Hægt er að panta tíma hjá Sævari Þór í síma: 846-4707 eða hafa samaand við hann með tölvupósti í saevar@salfraedisetrid.is

Menntun

2015 Cand. psych.-próf í sálfræði frá Háskóla Íslands

  • Starfsþjálfun á geðdeild Landspítalans

  • Lokaverkefni um hugsanastjórn í áráttu- og þráhyggjuröskun, félagsfælni og í almennum samanburðarhópi

2013 BS-próf í sálfræði frá Háskóla Íslands

  • Lokaverkefni um Sudden gains in cognitive behavioral group therapy and group psychotherapy for social anxiety disorders

2008 Stúdentspróf af náttúrufræðibraut Menntaskólans á Akureyri

Námskeið

  • Áfallastreituröskun: greining og meðferð og Áfallahjálp: Sálrænn stuðningur í kjölfar áfalla í umsjón Dr. Berglindar Guðmundsdóttur

  • EMDR námskeið (1. hluti) í umsjón Dr. Gyðu Eyjólfsdóttur og Dr. Roger Solomon

  • Vinnustofa um áhættuþætti, greiningu, inngrip og forvarnir sjálfsvíga í umsjón Darcy H. Granello og Paul F. Granello

  • DAM - Díalektísk atferlismeðferð: Verkfærakistan í umsjón Margrétar Bárðardóttur


 
 
 

Comments


Nýlegar greinar
bottom of page