top of page

Þorgerður Guðmundsdóttir hefur störf á Sálfræðisetrinu

  • sigkaren
  • Jun 14, 2017
  • 1 min read

Þorgerður Guðmundsdóttir, sálfræðingur cand.psych. hefur bæst í hópinn á Sálfræðisetrinu. Hún er með próf frá HÍ og starfsréttindi á Íslandi. Þorgerður sinnir öllum almennum sálfræðingsstörfum hjá Sálfræðisetrinu en einna helst sinnir hún meðferð þunglyndis, kvíða og lágs sjálfsmats. Hún hefur áralanga reynslu af stuðningi við bataferli og valdeflingu fólks með langvarandi geðvanda. Reynsla hennar sem kennari við framhaldsskóla nýtist einkar vel við meðferð streitu og kvíða framhaldsskólanema sem og annarra. Þorgerður leggur áherslu á Hugræna atferlismeðferð og áhugahvetjandi samtalstækni í starfi sínu.

Hægt er að bóka viðtalstíma hjá Þorgerði í síma: 894 3213 eða í netfangið: togga@salfraedisetrid.is Viðfangsefni: Þunglyndi - Kvíði - Prófkvíði - Ofsakvíði - Lágt sjálfsmat


 
 
 

Comments


Nýlegar greinar
bottom of page