Sofia B. Krantz, sálfræðingur cand.psych, hefur bæst í hópinn á Sálfræðisetrinu
- sigkaren
- Mar 30, 2016
- 1 min read
Sofia B. Krantz , sálfræðingur cand.psych, hefur bæst í hópinn á Sálfræðisetrinu og tekur nú á móti fólki á miðvikudögum í Þverholti 14.

Sofia B. Krantz sinnir greiningu og meðferð sálrænna vandamála fullorðinna, svo sem þunglyndi, kvíða, reiðivanda, áfallastreitu og fíkn. Sofia styðst meðal annars við aðferðir hugrænar atferlismeðferðar (cognitive behavioral therapy), núvitundar (mindfulness) og meðferðar sem byggir á samkennd (compassion focused therapy). Sofia er sænsk en hefur búið samfellt á Íslandi síðan 2005 og getur tekið viðtöl á íslensku, sænsku og ensku.
Comments