Árný Ingvarsdóttir, sálfræðingur cand.psych bætist í hópinn
- sigkaren
- Mar 7, 2018
- 1 min read

Árný Ingvarsdóttir hefur bæst í hóp þeirra sálfræðinga sem starfa á Sálfræðisetrinu. Hún verður við á föstudögum frá 9 til 16. Árný. býður upp á viðtöl fyrir fullorðna og sérhæfir sig í málum sem tengjast kvíða, depurð og áföllum. Einnig tekur hún hjón í viðtöl og veitir foreldrum ráðgjöf sem snertir uppeldi og vandamál innan fjölskyldna. Hægt er að panta tíma hjá Árný í síma : 8943431.eða í gegnum netfangið: arny@salfraedisetrid.is Árný hefur í gegnum árin skrifað fjölda pistla um sálfræðileg málefni í blöð og tímarit og er annar þýðenda og útgefenda Hvað get ég gert sjálfshjálparbókanna sem ætlaðar eru börnum. Hún hefur haldið fjölda fyrirlestra og námskeiða um kvíða, reiði og neikvæðni barna fyrir fagfólk, foreldra og starfsfólk innan skólasamfélagsins og hefur sótt námskeið í kennslu slökunar fyrir börn. Í dag starfar Árný einnig sem sálfræðingur hjá Umhyggju, þar sem hún sinnir foreldrum og aðstandendum langveikra barna.
Comments