top of page

Bryndís Lóa Jóhannsdóttir tekur til starfa á Sálfræðisetrinu

  • sigkaren
  • Jan 19, 2018
  • 1 min read

Bryndís Lóa Jóhannsdóttir, Sálfræðingur cand.psych starfar nú hjá Sálfræðisetrinu meðfram störfum sínum á Neyðarmóttöku og Áfallamiðstöð Landspítalans. Bryndís sinnir greiningu og meðferð sálrænna vandamála ungmenna og fullorðinna, svo sem áföllum, samskiptavanda, þunglyndi, kvíða, fælni og lágu sjálfsmati. Bryndís leggur ríka áherslu á aðferðir hugrænnar atferlismeðferðar við störf sín.

Bryndís hefur starfað á Neyðarmóttöku og Áfallamiðstöð Landspítala frá vori 2016 og sem sálfræðingur á Bráðamóttöku Landspítala vorið 2017.

Bryndís vann sem ráðgjafi- og stuðningsfulltrúi á Sérhæfðri endurhæfingargeðdeild Landspítalans árið 2013. Sérhæfð endurhæfingargeðdeild sinnir ungu fólki með geðrofsjúkdóma samhliða fíknivanda.


 
 
 

Comments


Nýlegar greinar
bottom of page